Íslenska – Ráðningar og starfsmannaþjónusta
Central European Staffing Ltd. (CES) er bresk-pólsk atvinnumiðlun og ráðningarstofa. Fyrirtækið hefur í meir en 10 ár veitt sérhæfða þjónustu á sviði atvinnumiðlunar, starfsmannaleitar, hæfniprófa, starfsréttinda, þjálfunar, ráðningar og launa- og mannauðsstjórnunar í Bretlandi og í Póllandi og unnið að verkefnum fyrir fyrirtæki frá allri Evrópu, Norður-Ameríku og Mið-Austurlöndum.
Sérhæfing okkar nær yfir eftirfarandi svið:
- Iðnaðarbyggingar og Oil & Gas – ráðning logsuðumanna, pípulagningarmanna og vélamanna, blikksmiða, starfsmanna sem sérhæfa sig í hífibúnaði, verkamanna sem setja upp vinnupalla, rafvirkja, iðnmálara og sandblásara, öryggisstjóra, verkstjóra, verkfræðinga – CAD tækniteiknara o.fl.
- IT – ráðning forritara, arkitekta, sérfræðinga í netmarkaðssetningu (SEM og SEO), kerfisstjóra, starfsmanna í þjónustuver, grafískra hönnuða o.s.frv.
- Almennar ráðningar fyrir hótel- og veitingageirann, byggingariðnað, vörustjórnun og lagera o.s.frv.
Meðal helstu verkefna sem við höfum unnið við má nefna:
- Shetland Gas Plant (SGP) / Laggan-Tormore – 2012–2015, Bretland og Kúveit – starfsmannaleit, prófun, vottun, ráðning, launa- og mannauðsstjórnun og verkskipulag á samanlagt um 470 starfsmönnum við byggingu á gasstöð SGP í Lerwick. Störf: logsuðumenn, pípulagningarmenn, iðnmálarar og sandblásarar, blikksmiðir, verkstjórar og eftirlitsmenn, öryggisstörf o.fl.
- Hreinsunarstöð í Grangemouth – 2013–2014, Bretland – starfsmannaleit og ráðning á pípulagningarmönnum og vélamönnum við árlegt viðhald á hreinsunarstöðinni.
- Orkuver Cockenzie – 2006–2008, Bretland – starfsmannaleit, prófun og ráðning á starfsfólki í árlegt viðhald á kolaorkuveri. Störf: logsuðumenn, vélamenn, sérfræðingar í hífibúnaði, blikksmiðir o.fl.
CES sér um ráðningar fyrir viðskiptavini frá allri Evrópu.
Við útvegum meðmæli eftir óskum.
Ef þú vilt fá að vita meira um umfang þjónustu okkar eru starfsmenn okkar tilbúnir til að veita nánari upplýsingar (ef kostur er hafið samband á ensku):
info@cestaffing.co.uk
+44 1227 771 888